<$BlogRSDURL$>

apríl 03, 2004

Ég er að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt sonum mínum, bóndanum og vini bjarnarins, en sá er reyndar meðlimur í ákaflega skemmtilegri hljómsveit sem kallast Litríkir Postular. Núna hljómar lag númer 24 - þannig að þetta er a? verða búið. Það eru búin að vera allt of mörg illa flutt lög, jafnvel svo fölsk að það er pínlegt að hlusta. Nú er bara að bíða og sjá til hver úrslitin verða. Ég vildi ekki vera í sporum dómaranna.
Veðja ? - Æ, ég veit ekki - MA, ME, MH, eiginlega allir aðrir en FAS, IR e?a MR.

Og sigurvegarinn er: tataratatataaaaa eeeeemmmmhaaaaaa? MH !!

apríl 01, 2004

Það gerist alltaf eitthvað skemmtilegt á hverjum degi og ansi oft gerist líka eitthvað leiðinlegt.
Skemmtilega atvik dagsins hjá mér gerðist rétt áðan, þar sem ég var í leti heima hjá mér að lesa blað. Í mig hringdi maður sem hafði fengið mjög sérstaka beiðni: Að taka ljósmynd af ákveðnum staur við bæinn Strönd og koma þeim myndum til nemanda í Listaháskólanum - helst í gær - a.m.k. ekki seinna en í kvöld. Hann var búinn að taka myndina en vantaði aðstoð við að koma henni á tölvutækt form og senda hana síðan í tölvupósti til viðtakandans. Ég sá að þetta yrði bara vesen, þannig að ég sendi hann bara til baka með digital-vélina mína, sagði honum að taka myndina aftur og núna er hann í þeim leiðangri. Við komum myndinni suður innan stundar - ekki málið !
Vona samt að þetta sé ekki bara í tilefni dagsins !

Leiðinlega atvik dagsins var hins vegar þegar ég skaust í hraðbanka um fimmleytið til að taka út peninga fyrir aðgöngumiðum á leiksýningu kvöldsins: "Afi pissar" eða "Félagsráðgjafi kemst í feitt í beinni". Hraðbankinn át kortið mitt - það var útrunnið - sögðu skilaboðin, og engin leið að verða sér úti um reiðufé öðruvísi, þar sem bankar loka jú löngu áður en allt venjulegt fólk er búið að vinna. Þess vegna mæti ég í kvöld með hlunkasafn heimilisins og kaupi miðana fyrir þá peninga. Verð örugglega ekki vinsæl, en hvah, það er ekki úr háum söðli að detta.

mars 31, 2004

Annað kvöld verður Árshátíð Hallormsstaðaskóla. Þar verður flutt leikrit eftir Jón Guðmundsson og vil ég hvetja alla þá sem vettlingi geta valdið að sjá þessa sýningu. Á síðu sveitarfélagsins er fjallað um menningardaga á Héraði og þar er nánari lýsing á verkinu.


Í upphafi annars bloggárs er rétt að setja sér markmið:
  • Aldrei skrifa neitt "bara til að skrifa"
  • Vera duglegri að yfirfara linka
  • Vera duglegri að nota linka
  • Vera duglegri að birta myndir
  • Vera pólitískari
  • Vera..... vera frumlegri
  • Vera..... vera ........ uuuu.... eitthvað sem ég man ekki núna

  • mars 30, 2004

    Í dag er nákvæmlega ár síðan ég opnaði þessa síðu. Í gærkvöldi fletti ég upp nokkrum færslum - finnst svona í minningunni að fátt markvert hafi gerst. Komst að því að það er alger misskilningur, það er alltaf eitthvð að gerast. Líka merkilegt að þegar ég les færslurnar, man ég stundum við hvaða aðstæður ég skrifaði færslurnar, þó svo að ég hafi ekki nefnt það í færslunni sjálfri. Merkilegt hvernig mannshugurinn vinnur.

    mars 29, 2004

    Í framhaldi af umræðum á kommentakerfinu mínu:
    Ástæðan fyrir því að ég segist ekki hafa vit á tónlist er eftirfarandi:
    Ég var einu sinni sem oftar að vinna á kennarastofunni í Hallormsstaðaskóla. Þeir sem til þekkja vita að þar sitja menn þröngt og lítið um afdrep. Ásamt mér voru þarna tveir tónlistarkennarar að hlusta á kafla úr einhverjum nútímaverkum þar sem spilað var á allt frá fiðlum niður í ryðgaðar tunnur. Eitthvað fór þessi hávaði í taugarnar á mér og ég bað þessa ágætu kennara að "slökkva á þessu helv. gargi". Þá svöruðu þau tvö í kór: "Þú hefur ekkert vit á tónlist".
    Og síðan hef ég notað þessa setningu óspart.

    mars 28, 2004

    Helgin hefur verið alveg jafn annasöm og til stóð.
    Kenndi á námskeiði í ME - í gær, fór beint þaðan á flugvöllinn og sótti bóndann. Við komum við hjá tengdamömmu og fengum okkur kaffi en fórum síðan á Jóhannesarpassíuna í Egilsstaðakirkju. Ég ætla ekkert að vera að tjá mig neitt um hana af því ég hef ekkert vit á tónlist. Veit bara að ég naut þes að hlusta og horfa.
    Næst var keyrt heim og eftir stutt stopp haldið í Bessastaði í fimmtugsafmæli. Mikið teiti - matur og drykkur - söngur og kveðskapur - meira að segja landsfrægt skáld, kom og kláraði Campari húsbóndans og kastaði fram drápu í kveðjuskyni.
    Ég náði ekki að festa hana í minni en í henni var talað um hjarta afmælisbarnsins, ungling sem teygði sig eftir norðurljósunum, roðfletti myrkrið og afhausaði eymdina !!
    Hvað skyldi eiginlega hafa verið saman við þetta Campari ?

    This page is powered by Blogger. Isn't yours?