október 28, 2004
Um skáldskap
Ég var að skoða vef hjá Eygló um grenndarkennslu og rakst á smá klausu um Hallormsstaðaskóg. Umfjöllunin hófst á tilvitnun í ljóð Kristjáns frá Djúpalæk sem hefst á orðunum "Í Hallormsstaðaskógi, er angan engu lík."
Það sem mér finnst skemmtilegt við þetta er sú staðreynd að þegar Kristján samdi þetta ljóð, hafði hann aldrei í Hallormsstað komið og þar með ekki í Atlavík heldur. Ástæðan fyrir ljóðinu var einfaldlega sú að hann var beðinn um að semja texta sem hugnaðist gestum á væntanlegri útisamkomu í Atlavík. Sennilega hefur þáverandi mágur hans, Svavar Benediktsson, átt að spila á samkomunni og vantað texta við eitt af sínum ágætu danslögum.
Okkur sem búum í skóginum hefur líka alltaf þótt frekar einkennilegt að vera að tala um "Fljótsins svani", því svanir sjást örsjaldan í Atlavík. En það er kannski bara aukaatriði.
Kannski verða dægurlagatextar dagsins í dag að ljóðum framtíðarinnar - hver veit ?
Það sem mér finnst skemmtilegt við þetta er sú staðreynd að þegar Kristján samdi þetta ljóð, hafði hann aldrei í Hallormsstað komið og þar með ekki í Atlavík heldur. Ástæðan fyrir ljóðinu var einfaldlega sú að hann var beðinn um að semja texta sem hugnaðist gestum á væntanlegri útisamkomu í Atlavík. Sennilega hefur þáverandi mágur hans, Svavar Benediktsson, átt að spila á samkomunni og vantað texta við eitt af sínum ágætu danslögum.
Okkur sem búum í skóginum hefur líka alltaf þótt frekar einkennilegt að vera að tala um "Fljótsins svani", því svanir sjást örsjaldan í Atlavík. En það er kannski bara aukaatriði.
Kannski verða dægurlagatextar dagsins í dag að ljóðum framtíðarinnar - hver veit ?
október 27, 2004
Áfram með smjörið ...
Ég er svo andlaus þessa dagana - hef eiginlega ekkert til málanna að leggja. Fór reyndar út að borða á Hótel Héraði í gær. Tilefnið var síðasti fundur í bæjarstjórn Austur-Héraðs. Þetta var ágætis kvöldstund og vill til að í þessum hópi eru margir góðir sögumenn. Saga kvöldsins var tvímælalaust sú af drengjunum sem eitt sinn losuðu sig við leiðinlegan leikfélaga með því að róa með hann út á innsiglingarbauju skammt undan landi og skilja hann þar eftir. Sögumaður sagði síðan að þeir hefðu "gleymt" honum þar allan daginn, en eitthvert hugboð hafði ég nú um að það hafi ekki verið alveg óviljandi. Hvað um það, drengurinn var ekki sóttur fyrr en dagur var að kvöldi kominn og þá búinn að hírast á baujunni góðan hluta dags.
Nú í sumar, einhverjum 20-30 árum seinna, lenti síðan sögumaður í aðgerð á sjúkrahúsi og brá heldur í brún þegar svæfingarlæknirinn, sem átti að annast hann, birtist. Þar var sem sagt kominn drengurinn af baujunni.
Svona kemur nú samviskan í bakið á mönnum.
Ég hlustaði á Laufskálann á Rás 1 í morgun. Bóndinn í viðtali hjá Halla Bjarna - ágætis þáttur. Verður endurtekinn klukkan hálfátta í kvöld.
Nú í sumar, einhverjum 20-30 árum seinna, lenti síðan sögumaður í aðgerð á sjúkrahúsi og brá heldur í brún þegar svæfingarlæknirinn, sem átti að annast hann, birtist. Þar var sem sagt kominn drengurinn af baujunni.
Svona kemur nú samviskan í bakið á mönnum.
Ég hlustaði á Laufskálann á Rás 1 í morgun. Bóndinn í viðtali hjá Halla Bjarna - ágætis þáttur. Verður endurtekinn klukkan hálfátta í kvöld.
október 24, 2004
Í vetrarbyrjun
Þá er vetur genginn í garð - fyrsta hretið komið og farið, þó enn sé kalt. Ég fór í skógargöngu í gær og aftur í dag, enda er það hluti af endurhæfingunni eftir brjósklosaðgerðina. Á göngu minni í dag fann ég heilmikið af hrútaberjum, frosnum auðvitað, en vel ætum. Dálítið sérkennilegt samt að tína frosin hrútaber beint upp í sig.
Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las bollaleggingar "Óskars" hins skelegga um erfðafræði í pólitík, ýmis skemmtileg atvik í kringum og eftir kosningarnar um síðustu helgi.
Vinnufélagi minn sagðist hafa farið með ömmu sína á kjörstað með því skilyrði að hún kysi ekki Framsóknarflokkinn. Veit fyrir víst að eiginmaður ömmunnar hefur líklega spólað hringinn í gröf sinni vegna pólitískrar úrkynjunar afkomendanna.
Á barnum á Hótel Héraði var ég að spjalla við bónda af Jökuldal sem m.a. sagðist halda að sonur sinn væri heyrnarskertur, því konan hans væri svo hávær, þegar hún fengi sér í glas, að hann sjálfur yrði að forða sér. "En hún drekkur sem betur fer sjaldan !", sagði karl svo.
Á sama bar hitti ég líka mann sem er mikill ættfræðigrúskari og hann tilkynnti mér að ég væri frænka hans, taldi upp einhver tengsl, ættingja, bæi sem ég væri ættuð frá og fleira í þeim dúr. Ég efast ekki um að allt sem hann sagði var satt og rétt, nema hvað hann var að taka feil á mér og annarri manneskju. Hann ætlaði ekki að trúa mér þegar ég sagði honum þetta, eftir að hafa látið hann vaða elginn dágóða stund. Þessi ágæta kona, sem hann var að ættfæra, er fimm árum yngri en ég og vel þekkt íþróttakona, svo ég má sjálfsagt vel við una.
Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las bollaleggingar "Óskars" hins skelegga um erfðafræði í pólitík, ýmis skemmtileg atvik í kringum og eftir kosningarnar um síðustu helgi.
Vinnufélagi minn sagðist hafa farið með ömmu sína á kjörstað með því skilyrði að hún kysi ekki Framsóknarflokkinn. Veit fyrir víst að eiginmaður ömmunnar hefur líklega spólað hringinn í gröf sinni vegna pólitískrar úrkynjunar afkomendanna.
Á barnum á Hótel Héraði var ég að spjalla við bónda af Jökuldal sem m.a. sagðist halda að sonur sinn væri heyrnarskertur, því konan hans væri svo hávær, þegar hún fengi sér í glas, að hann sjálfur yrði að forða sér. "En hún drekkur sem betur fer sjaldan !", sagði karl svo.
Á sama bar hitti ég líka mann sem er mikill ættfræðigrúskari og hann tilkynnti mér að ég væri frænka hans, taldi upp einhver tengsl, ættingja, bæi sem ég væri ættuð frá og fleira í þeim dúr. Ég efast ekki um að allt sem hann sagði var satt og rétt, nema hvað hann var að taka feil á mér og annarri manneskju. Hann ætlaði ekki að trúa mér þegar ég sagði honum þetta, eftir að hafa látið hann vaða elginn dágóða stund. Þessi ágæta kona, sem hann var að ættfæra, er fimm árum yngri en ég og vel þekkt íþróttakona, svo ég má sjálfsagt vel við una.