janúar 27, 2005
Bloggleti
Ég held að ég ætti að fara að hætta þessu bloggveseni. Það er liðin næstum vika síðan síðast - er það ekki merki um ákveðna þreytu ?
Ég gef það mér til afsökunar að það er búið að vera mikið að gera hjá mér í vinnunni og einhvern veginn hef ég ekkert að segja þegar kemur að bloggi.
Var að vinna á Eskifirði í fyrradag og verð þar aftur á morgun, er þakklát fyrir góða veðrið - munar öllu að hafa auða vegi á leið milli staða á þessum árstíma.
Svo er það líkamsræktin, ef ég er á Egilsstöðum, þá fer ég í ræktina í hádeginu. Þó ég nái yfirleitt ekki nema ca. 45 mínútum í hvert sinn, er það ágætt ef ég fer nógu oft. Og nú fer að sjá til sólar í skóginum á morgun eða hinn. Þá verður skellt í pönnukökur að gömlum og góðum sið, til að fagna sólinni.
Þorrablót Vallamanna verður á laugardagskvöld og þangað fer ég ásamt bóndanum og sonunum báðum. Hlakka mikið til að sjá hvað sveitungar mínir hafa fundið til að gera grín að þetta árið. Veðja á að bóndinn fái sinn skammt og kannski ég líka. En það er bara gaman að því.
Best að gefa þessu bloggi líf aðeins lengur, sé til eftir blót hvort ég held áfram.
Ég gef það mér til afsökunar að það er búið að vera mikið að gera hjá mér í vinnunni og einhvern veginn hef ég ekkert að segja þegar kemur að bloggi.
Var að vinna á Eskifirði í fyrradag og verð þar aftur á morgun, er þakklát fyrir góða veðrið - munar öllu að hafa auða vegi á leið milli staða á þessum árstíma.
Svo er það líkamsræktin, ef ég er á Egilsstöðum, þá fer ég í ræktina í hádeginu. Þó ég nái yfirleitt ekki nema ca. 45 mínútum í hvert sinn, er það ágætt ef ég fer nógu oft. Og nú fer að sjá til sólar í skóginum á morgun eða hinn. Þá verður skellt í pönnukökur að gömlum og góðum sið, til að fagna sólinni.
Þorrablót Vallamanna verður á laugardagskvöld og þangað fer ég ásamt bóndanum og sonunum báðum. Hlakka mikið til að sjá hvað sveitungar mínir hafa fundið til að gera grín að þetta árið. Veðja á að bóndinn fái sinn skammt og kannski ég líka. En það er bara gaman að því.
Best að gefa þessu bloggi líf aðeins lengur, sé til eftir blót hvort ég held áfram.