janúar 19, 2005
Flensan herjar.
Björninn minn kom veikur heim á mánudaginn og er búinn að liggja síðan. Bóndinn var orðinn veikur í morgun og það væri ákaflega undarlegt ef ég slyppi.
Mikið að gera í vinnunni og því varla litið upp allan daginn. Fer reyndar í ræktina í hádeginu - vont að sitja við tölvuna allan daginn.
Rakst á fyrirsögn á forsíðu Bændablaðsins í fyrradag:
"Starfsmenn og makar Landbúnaðarháskólans ....."
Síðan hvenær eiga skólar maka og ekki bara einn heldur marga ?
Er fjölkvæni leyfilegt hjá skólum ?
En hvaða rugl er þetta í mér, best að halda sig að verki.
Mikið að gera í vinnunni og því varla litið upp allan daginn. Fer reyndar í ræktina í hádeginu - vont að sitja við tölvuna allan daginn.
Rakst á fyrirsögn á forsíðu Bændablaðsins í fyrradag:
"Starfsmenn og makar Landbúnaðarháskólans ....."
Síðan hvenær eiga skólar maka og ekki bara einn heldur marga ?
Er fjölkvæni leyfilegt hjá skólum ?
En hvaða rugl er þetta í mér, best að halda sig að verki.