janúar 29, 2005
Glamour-kvöld
Í gærkvöldi hittumst við nokkrar konur á "Glamourkvöldi", sem þýðir einfaldlega að við komum saman með þorrablótsdressin og skartgripina, mátum, skiptumst á góðum ráðum, skartgripum og jafnvel fötum. Einnig er aðeins bragðað á rauðvíni, bjór eða öðrum léttum drykkjum, svona rétt til að komast í stuð.
Kvöldið í gær skilaði miklum árangri. Allar fóru með eitthvað heim sem fengið hafði verið að láni hjá einhverri annarri, skartgrip, topp, jakka eða veski. Og okkur leiddist ekki neitt, ég segi það alveg satt.
Í kvöld verður síðan safnast saman hérna hjá mér, áður en lagt verður af stað á blót. Svenni rútubílstjóri, sem kemur á hverju ári til að keyra okkur og kemst í staðinn með á blótið, mætir á rútunni rétt fyrir 7 og ekur okkur í félagsheimilið Iðavelli. Hann sér svo um að koma okkur heim að blóti loknu.
Verst að Kristín er ekki komin frá Reykjavík, ekki búið að fljúga enn, en við höldum enn í vonina. Það er töluvert eftir af deginum enn og það er að lægja.
Kvöldið í gær skilaði miklum árangri. Allar fóru með eitthvað heim sem fengið hafði verið að láni hjá einhverri annarri, skartgrip, topp, jakka eða veski. Og okkur leiddist ekki neitt, ég segi það alveg satt.
Í kvöld verður síðan safnast saman hérna hjá mér, áður en lagt verður af stað á blót. Svenni rútubílstjóri, sem kemur á hverju ári til að keyra okkur og kemst í staðinn með á blótið, mætir á rútunni rétt fyrir 7 og ekur okkur í félagsheimilið Iðavelli. Hann sér svo um að koma okkur heim að blóti loknu.
Verst að Kristín er ekki komin frá Reykjavík, ekki búið að fljúga enn, en við höldum enn í vonina. Það er töluvert eftir af deginum enn og það er að lægja.