<$BlogRSDURL$>

janúar 02, 2005

Gleðilegt ár ! 

Aldrei þessu vant vorum við ekki heima hjá okkur um áramótin, heldur hjá foreldrum mínum á Norðfirði. Ágætis tilbreyting það. Við komum svo heim í gær og hefðum ekkert mátt vera mikið seinna á ferðinni, því veðrið versnað hratt og hálkan var skelfileg á Fagradal og hér á milli Egilsstaða og Hallormsstaðar. Rétt eins og einhver hefði vandað sig sérstaklega við að hylja hverja örðu á veginum með ísingu. Þarf að gefa mér góðan tíma á leið til vinnu á morgun.

Ykkur sem lesið bloggið mitt, og ég veit að töluvert margir kíkja hér inn reglulega án þess að skilja eftir skilaboð, óska ég farsældar á nýju ári og þakka skemmtileg samskipti á því liðna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?