janúar 17, 2005
Komin heim !
Alltaf er jafn gott að koma aftur heim, þó að það sé búið að vera gaman undanfarna daga. Ætla ekki að þreyta ykkur með ferðasögunni en það er alveg undarlegt að ég má ekki bregða mér af bæ án þess að allt fari í vitleysu. Það búa 3 karlmenn heima hjá mér (bóndinn og synirnir 2): 1 lagðist í flensu, 1 reif vöðva í fætinum á sér og 1 fékk utanlandsferð í vinning á árshátíð og er núna daginn út og daginn inn að spá í áfangastaði Flugleiða í Evrópu.
Er komin í vinnuna, þreytt og syfjuð eftir lítinn svefn og langar göngur um stræti og torg, ráðstefnusali og flugstöðvar, en í sjöunda himni yfir skemmtilegri ferð.
Er komin í vinnuna, þreytt og syfjuð eftir lítinn svefn og langar göngur um stræti og torg, ráðstefnusali og flugstöðvar, en í sjöunda himni yfir skemmtilegri ferð.