janúar 06, 2005
London í næstu viku !
Ég er að fara til london í næstu viku - á ráðstefnu. Er ekki alveg búin að átta mig á þessu ennþá, var ákveðið og frágengið svona "hvissbang", eins og Björninn minn orðar það.
Annars eru hlutirnir að færast til hversdagsleikans, Björninn minn kominn heim og byrjaður í skólanum, frumburðurinn farinn að mæla fyrir álveri á Reyðarfirði og kemur trúlega lítið heim fyrr en í næstu viku, en þá verð ég farin til London og hann farinn næsta tíu daga úthald þegar ég kem heim aftur. Bóndinn baslar í sinni vinnu og pólitík og ég er að afkasta heilmiklu í vinnunni þessa dagana. Langt komin að endurskrifa handbók með forriti sem við skrifuðum og vorum að endurbæta. Á eftir að taka hjálparvefinn og endurgera hann miðað við síðustu breytingar.Þarf að hitta væntanlega kaupendur á föstudag og sýna þeim hvernig forritið virkar. Uppsetning í einu fyrirtæki og námskeið í tveimur fyrirtækjum þegar ég kem heim. Þarf helst að klára það dæmi allt fyrir mánaðarmót.
Nóg að gera - sem er gott !
Annars eru hlutirnir að færast til hversdagsleikans, Björninn minn kominn heim og byrjaður í skólanum, frumburðurinn farinn að mæla fyrir álveri á Reyðarfirði og kemur trúlega lítið heim fyrr en í næstu viku, en þá verð ég farin til London og hann farinn næsta tíu daga úthald þegar ég kem heim aftur. Bóndinn baslar í sinni vinnu og pólitík og ég er að afkasta heilmiklu í vinnunni þessa dagana. Langt komin að endurskrifa handbók með forriti sem við skrifuðum og vorum að endurbæta. Á eftir að taka hjálparvefinn og endurgera hann miðað við síðustu breytingar.Þarf að hitta væntanlega kaupendur á föstudag og sýna þeim hvernig forritið virkar. Uppsetning í einu fyrirtæki og námskeið í tveimur fyrirtækjum þegar ég kem heim. Þarf helst að klára það dæmi allt fyrir mánaðarmót.
Nóg að gera - sem er gott !