febrúar 11, 2005
Félagslífið í blóma !
Í gærkvöldi var bankað upp á hjá mér og þegar ég dróst til dyra, hálfsofandi, mættu mér trúður og spædermann á leið á grímuball. Þeir vildu endilega draga mig með svo ég smellti mér í lopapeysu og gallabuxur, ullarsokka og skítugu vinnuskóna af birninum, tóbaksklút um hálsinn, dálítið af gráum lopa sem hár og derhúfa með eyrnahlífum á hausinn, baggaspotti í beltisstað og þar með var gamli bóndinn lagður af stað á ball.
Í kvöld er svo "Neyðarfundur hjá Gleðikvennafélagi Vallahrepps". Tilefnið er nærvera einnar af elstu félögunum, sem heiðrar nú hreppinn forna með nærveru sinni.
Í kvöld er svo "Neyðarfundur hjá Gleðikvennafélagi Vallahrepps". Tilefnið er nærvera einnar af elstu félögunum, sem heiðrar nú hreppinn forna með nærveru sinni.