febrúar 20, 2005
Konudagur
Bóndinn hefur í fyrsta skipti tvær konur á heimilinu á konudegi. Móðir mín er búin að vera hjá mér síðan á föstudag og við búnar að bralla ýmislegt. Skreppa í Víðivelli til Mjallhvítar, fara í göngutúr í skóginum, kíkja í fatabúðir og fleira í þeim dúr. Pabbi fór suður á föstudaginn. Hann er að fara í hjartaþræðingu - eða eitthvrt svona spottaverk - eins og hann orðaði það.
Annars eru þetta bara ljúfir dagar, veðrið meinlítið, tiltölulega lygnt veður, mikið að gera í vinnunni og félagslífið hefur dalað dálítið í bili. Rætist vonandi úr því.
Annars eru þetta bara ljúfir dagar, veðrið meinlítið, tiltölulega lygnt veður, mikið að gera í vinnunni og félagslífið hefur dalað dálítið í bili. Rætist vonandi úr því.