febrúar 07, 2005
...og horfinn aftur !
Snjórinn er farinn aftur eftir rok og rigningu næturinnar. Vonandi að fyrrverandi sveitungar mínir í Norðfirði hafi ekki fokið, en mér sýnist að þar hafi orðið býsna hvasst.
Þorrablótið í Skriðdal var mjög skemmtilegt, söngstjórinn og veislustjórinn eins og eineggja tvíburar - báðir skemmtilegir. Dansaði svo mikið að ég var alveg búin í fótunum um þrjúleytið. Fórum við því óvenju snemma heim, eða rétt fyrir kl. 4. Þá var enn allt á fullu í dansi og skemmtan.
Ég held að ég fari ekki á fleiri þorrablót þetta árið. Það er náttúrulega bara aumingjaskapur. Tengdafaðir minn náði því einu sinni að fara á átta þorrablót á sama þorranum, föstudag og laugardag fjórar helgar í röð, og hann hefur aldrei verið þekktur fyrir neina hógværð eða hálfkák ef hann hefur verið að skemmta sér á annað borð.
Þorrablótið í Skriðdal var mjög skemmtilegt, söngstjórinn og veislustjórinn eins og eineggja tvíburar - báðir skemmtilegir. Dansaði svo mikið að ég var alveg búin í fótunum um þrjúleytið. Fórum við því óvenju snemma heim, eða rétt fyrir kl. 4. Þá var enn allt á fullu í dansi og skemmtan.
Ég held að ég fari ekki á fleiri þorrablót þetta árið. Það er náttúrulega bara aumingjaskapur. Tengdafaðir minn náði því einu sinni að fara á átta þorrablót á sama þorranum, föstudag og laugardag fjórar helgar í röð, og hann hefur aldrei verið þekktur fyrir neina hógværð eða hálfkák ef hann hefur verið að skemmta sér á annað borð.