<$BlogRSDURL$>

febrúar 02, 2005

Veðurblíða 

Snjórinn er að verða horfinn og hálkan líka. Mér er svo sem ekkert illa við snjó, ef hann er bara kyrr og ekkert að fjúka fram og til baka, en hálka og svellbunkar út um allt er ekki mitt uppáhald. Ég hef ekki reynt að fara í skógargöngu lengi, það eru alls staðar svell og frekar erfitt að ganga um, nema á broddum. Þar sem mér er það bráðnauðsynlegt að ganga og hreyfa mig, fer ég í ræktina í staðinn. Útsýnið úr nýja þreksalnum er líka alveg frábært, Egilsstaðir,Fljótsdalshérað og Snæfellið.

Á laugardaginn erum við svo að fara á annað þorrablót, núna í Skriðdalinn. Þar hef ég ekki komið á blót í þó nokkuð mörg ár og hlakka bara mikið til.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?