mars 07, 2005
Ein fjöður - fimm hænur !
Sú landlæga hegðun manna að spjalla um náungann, hvað hann er að gera, hvert hann er að fara og öll möguleg afbrigði í því sem stundum er "kjaftasögur", birtist okkur um helgina. Nágrannakona okkar, sem við erum búin að þekkja mjög lengi og eiga við ánægjuleg samskipti til margra ára, kom til okkar á laugardaginn og sagðist þurfa að fá svar við ákveðinni spurningu, sem sé hvort við værum að fara að flytja. Hún hafði lent í samsæti með hóp af fólki, og kona nokkur hafði tjáð henni að við værum búin að selja húsið okkar, kaupa á Egilsstöðum og værum að fara að flytja alveg á næstunni. Við erum bara ekkert að fara að selja né flytja, hefur ekkert verið á döfinni einu sinni. Hins vegar eru hjón sem búin eru að búa á Hallormsstað mjög lengi að auglýsa húsið sitt til sölu og ætla sér að flytja í Egilsstaði. Og svo fer fólk að draga ályktanir og bæta við og endirinn verður þessi.