<$BlogRSDURL$>

mars 14, 2005

Rauðvínsbað í afmæli 

Ég fór í fimmtugsafmæli á laugardaginn, hið ágætasta teiti hjá hótelstýrunni á Hótel Héraði. Margt um manninn og mikið fjör. Ég lenti samt í því að fá yfir mig gusu af rauðvíni, þegar kona nokkur sem stóð fyrir framan mig, saup á rauðvíni og hnerraði svo, þannig að hvíta skyrtan mín varð öll rauðflekkótt. Fleiri urðu fyrir gusunni, en flestir þeirra voru dökkklæddir. Björnin minn var væntanlegur í vinnu, hann er næturvörður á hótelinu um helgar, svo ég hringdi í hann og hann kom með föt til skiptanna handa mér. Hvort rauðvínið næst nokkurn tíma úr skyrtunni, veit ég ekki. Kann einhver góð ráð ?

Annars er bara kominn vetur - snjór og skafrenningur um helgina - og stefnir í svo verði fram eftir vikunni. Vona að félagar mínir, sem ætla að vera með mér í liði í spurningakeppni fyrirtækja í kvöld, komist til Héraðs. Annar býr á Norðfirði og hinn á Eskifirði. Annars verð ég ein í liðinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?