<$BlogRSDURL$>

apríl 30, 2005

Dimmission 

Undanfarnir dagar hafa verið dálítð óvenjulegir. Á fimmtudaginn var okkur hjónum boðið í mat á Hótel Héraði ásamt fleira fólki. Tilefnið var aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella, sem reyndar er búið að breyta í einkahlutafélag sem ber skammstöfunina HEF EHF. Maturinn var góður, forrétturinn grafnar gæsabringur, aðalréttur sverðfiskur og súkkulaðikaka í eftirrétt. Ég var að smakka sverðfisk í fyrsta skipti og fannast hann bara góður. Ekki voru allir sammála mér í því, þótti svolítið lýsisbragð af fiskinum.
Við fórum heim undir miðnættið - þurftum að vakna klukkan rúmlega fimm og koma okkur út í Egilsstaði til að hafa til morgunverð handa Birninum og hans skólafélögum, sem voru þessa nótt að skemmta sé við að vekja kennarana sína, syngja fyrir þá og svoleiðis.
Við elduðum hafragraut, hituðum kakó og kaffi og auðvitað brauð, álegg, ávextir og allt mögulegt fleira. Þegar hópurinn mætti tókum við á móti þeim með lýsi, sem þau urðu að skella í sig. Veitti ekki af, þar sem þau voru skjálfandi af kulda eftir að ferðast um á opnum trukkum í slyddu og kulda.
Þetta voru fyrirmyndar ungmenni, komu, borðuðu, sungu fyrir okkur og voru kurteis og indæl, þrátt fyrir að vera búina að vera á svalli alla nóttina.

Nú tekur við hjá þeim próflestur og að lokum útskrift 21. maí.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?