apríl 26, 2005
Komin frá London
Það var frábært í London með vinnufélögunum og þeirra mökum. Allt of langt að telja upp allt sem við gerðum þarna úti. Ég var að reyna að finna hápunktana, svona í huganum, en það komu upp svo margir að ég hætti að telja. Samt má nefna London Eye, We Will Rock You í Dominion Theatre, siglingu á Thames, föstudagskvöldið í Soho, veitingastaðinn Vecchi Milano á Henrietta Place, en þar borðuðum við á laugardagskvöldið.
Ég held að allir hafi verið mjög ánægðir með ferðina og komið ánægðir heim. Hendi kannski inn einhverjum myndum þegar ég er búin að skoða þær betur.
Ég held að allir hafi verið mjög ánægðir með ferðina og komið ánægðir heim. Hendi kannski inn einhverjum myndum þegar ég er búin að skoða þær betur.