<$BlogRSDURL$>

maí 31, 2005

Allt að koma .... 

Veðrið er að lagast dag frá degi. Hitinn fór í 16° í gær og stefnir hærra í dag. Bjart og fallegt, komu smá skúrir seini partinn í gær, en það var bara gott að fá smávætu.
Ég fór í gær í Sólskóga og keypti mér nokkrar einiplöntur og gróðursetti þær þegar ég kom heim. Gróðursetti, er kannski ekki rétt, ég setti þá í potta, sem reyndar eru að hluta grafnir í jörð. Ætla að fá mér nokkrar stjúpur eða önnur falleg sumarblóm í þessa potta líka, en það bíður helgarinnar. Svo langar mig að fá mér fallegan koparreyni eða Kasmírreyni í garðinn. Er ekki alveg búin að gera upp við mig hvar ég ætla að setja hann, svo það bíður helgarinnar líka.
Gísli og Kata í Sólskógum eru með mikið úrval af fallegum garðplöntum og sumarblómum. Sé fram á að koma þar við þó nokkrum sinnum á næstunni - þau eru staðsett við Vallaveginn sem ég keyri fram og til baka daglega, þannig að það er þægilegt að koma við á leiðinni heim.
Björninn og Eyjastúlkan eru á Krít, hef ekki heyrt frá þeim í nokkra daga. Kvittið þið, krakkar mínir, ef þið lesið þetta.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?