<$BlogRSDURL$>

maí 24, 2005

Enn er kalt ... 

Það er ekkert hlýrra í dag en í gær, en það snjóar ekki þessa stundina. Spámennirnir eru að gera ráð fyrir að það hlýni um örfáar gráður á morgun og að næturfrostum fari að linna. Tími til kominn.

Ég fór ekki út í garð í gær - of kalt.

Það voru dálítil viðbrigði eftir allt atið og lætin sem búin eru að vera heima undanfarna daga. Í stað þess að vera 7-8 manns að borða á ýmsum tímum sólarhrings, sjaldnast allir í einu, vorum við bara tvö í gærkvöldi, bóndinn og ég. Enginn sími hringdi, enginn að koma eða fara og bara rólegheit almennt.

Þóra Elísabet á afmæli í dag - til hamingju með daginn !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?