<$BlogRSDURL$>

maí 12, 2005

Rotary 

Ég fékk það hlutverk með afar skömmum fyrirvara að halda fyrirlestur á Rotary-fundi í Neskaupstað. Ég var beðin um þetta eftir hádegi í gær og var mætt með fyrirlesturinn klukkan hálfsjö í gærkvöldi - á Norðfirði.
Þetta gekk allt saman ljómandi vel, hefði samt gjarna viljað hafa betri tíma til undirbúnings.
Nýtti ferðina líka í að heimsækja móður mína á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og kíkja við hjá pabba mínum, sem er einn heima þessa dagana.
Gærdagurinn varð sem sé ansi langur. Komst þó heim nógu snemma til að sjá Svanhildi Hólm Valsdóttur í þættinum hjá Oprah Winfrey. Mér fannst hún gera sitt besta, þrátt fyrir ákveðnar tilraunir O til að stýra því hvað hún segði.

Er að fara til tannlæknis í hádeginu og reikna ekki með að vinna meira í dag. Veit hvernig deyfing fer með mig - þýðir ekkert annað en fara beint heim og undir sæng.

Ljósi punkur þessa dags er þó bókin sem mér áskotnaðist í dag !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?