<$BlogRSDURL$>

maí 13, 2005

Starfslok hjá bóndanum 

Bóndi minn var að vinna sinn síðasta vinnudag hjá Skógrækt ríkisins í gær. Ég er ekki frá því að honum hafi þótt þetta jafn skrítið og mörgum öðrum. Hann er nú líka búinn að vinna hjá þessari stofnun nánast alla sína ævi. Að frátöldum 5 árum á sjó, nokkrum haustvertíðum í sláturhúsi og svo þeim tíma sem hann var í skóla, hefur hann verið þarna frá því hann var 14 ára gamall.
Hann ákvað að taka sér frí í dag og í kvöld erum við boðin í veislu hjá skógarverðinum á Hallormsstað.

Síðan tekur við nýja starfið sem framkvæmdastjóri hjá Gróðrarstöðinni Barra hf. á Egilsstöðum.

Við getum þá kannski verið samferða í vinnuna af og til, því frá mínum vinnustað er bara fimm mínútna gangur niður í Barra.

Björninn minn er í næstsíðasta prófinu núna. Þarf að endurtaka eitt stærðfræðipróf eftir hvítasunnu og þá er þetta komið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?