<$BlogRSDURL$>

júní 08, 2005

Björninn kominn heim ! 

Björninn minn og Eyjastúlkan hans komu um hálfsjö í gær. Faraskjótinn var ekki sérlega traustvekjandi, gamall Daihatsu Charade, en hann á vinkona þeirra sem verður að vinna á Fosshótelinu á Hallormsstað, ásamt Eyjastúlkunni. Björninn pantaði "eitthvað íslenskt" í kvöldmatinn og hvað er svo sem íslenskara en lambalærisneiðar steiktar upp úr eggjum, rjóma og raspi. Þau tóku alla vega vel til matar síns öll þrjú. Stelpurnar fóru svo beint upp á hótel til að koma sér í gírinn fyrir verkefni dagsins í dag. Björninn mætti í sína vinnu hjá VST snemma í morgun.

Veðrið er gott og lífið bara töluvert bjartara fyrir vikið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?