júní 06, 2005
Garðvinna og gott veður !
Ég er sólbrunnin á handleggjunum eftir að vera úti í garði í mest allan gærdag. Verkefnin voru nokkur og ég var ekki ein, heldur voru bóndinn og nágrannarnir með í framkvæmdunum, þar sem hluti verkefnanna er á sameiginlegu svæði. Fram að þessu hefur þetta verið óræktarrák á milli lóðanna, en nú höfum við gerst landtökufólk (sbr. hústökufólk), lagt undir okkur svæðið og gert það sómasamlega útlítandi.
Það sem var á verkefnalista dagsins var þetta:Útbúa beð fyrir koparreyninn minn. Taka til kringum húsið. Hreinsa beð og vökva plöntur í garðinum. Slétta og þekja með barkarkurli svæði við hliðina á bílastæðinu. Lagfæra og setja kurl á stíg yfir í næsta hús. Fella nokkur birkitré Grilla og borða góðan mat
Svæðið leit orðið býsna vel út eftir aðgerðirnar.


Það sem var á verkefnalista dagsins var þetta:
Svæðið leit orðið býsna vel út eftir aðgerðirnar.
Svona leit það út fyrir tæpu ári síðan: