júní 03, 2005
Sumar
Nú held ég að sumarið sé komið. Það hefur að vísu kólnað aftur og hefur frosið á nóttunni alveg fram að þessu. Það spáir norðaustanátt um helgina, sem er reyndar mjög venjulegt þegar sjómannadagshelgin á í hlut. Það þýðir yfirleitt kuldi og væta hér á þessu svæði. En ef ekki snjóar er ég sátt.
Eins og litla systir mín er að útlista á sínu bloggi, er búið að breyta fyrirkomulagi hátíðahalda sjómannadagsins í Neskaupstað svo um munar. Hingað til hefur verið hægt að ganga að kappróðrinum vísum á laugardag, siglingunni á sunnudagsmorgun og skemmtiatriðunum við sundlaugina síðdegis á sunnudag. Nú er búið að breyta þessu öllu og ég er að hugsa um að láta þessi hátíðahöld fram hjá mér fara. Á árum áður fórum við alltaf á Norðfjörð, a.m.k. varð Björninn minn að komast í siglinguna með Steina frænda sínum, en nú er Björninn á Krít og sennilega lítill áhugi hjá okkur hinum. Frumburðurinn er samt eitthvað að hugsa um að skreppa og hitta gamla félaga.
Eins og litla systir mín er að útlista á sínu bloggi, er búið að breyta fyrirkomulagi hátíðahalda sjómannadagsins í Neskaupstað svo um munar. Hingað til hefur verið hægt að ganga að kappróðrinum vísum á laugardag, siglingunni á sunnudagsmorgun og skemmtiatriðunum við sundlaugina síðdegis á sunnudag. Nú er búið að breyta þessu öllu og ég er að hugsa um að láta þessi hátíðahöld fram hjá mér fara. Á árum áður fórum við alltaf á Norðfjörð, a.m.k. varð Björninn minn að komast í siglinguna með Steina frænda sínum, en nú er Björninn á Krít og sennilega lítill áhugi hjá okkur hinum. Frumburðurinn er samt eitthvað að hugsa um að skreppa og hitta gamla félaga.