júní 20, 2005
Sumarfrí og bloggfrí.
Það eru liðnir 8 dagar síðan ég skrifaði hér inn síðast. Ég er búin að vera í fríi síðustu viku og þá tek ég mér gjarnan tölvu- og bloggfrí líka. Þegar vinnan manns felst í að vinna á tölvu mest allan daginn, er lítil skynsemi í því fólgin að sitja við tölvuna í frítímanum líka.
Það sem helst hefur á mína daga drifið síðustu viku er að ég brá mér til Reykjavíkur á miðvikudaginn og kom heim aftur í fyrradag. Ég var sem sagt í Reykjavík á 17. júní í fyrsta skipti á ævinni. Veðrið þar var alveg þokkalegt, en svo sem ekkert yfirþyrmandi gott á austfirskan mælikvarða. Ég er líka með ákveðna kenningu um fólkið sem leið út af á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins. Það var heitt, þau voru dökkklædd í sólskini og logni - en gleymið því ekki að forsætisráðherrann var að halda ræðu. Mér hættir til að dotta undir ræðum hans, jafnvel við óþægilegri aðstæður en þarna voru.
Á laugardaginn kom ég heim, akandi, ásamt vinkonu minni og 10 ára syni hennar.
Sú ferð einkenndist af Esso-vegabréfa-stoppum, "hver er maðurinn" - leiknum og því að með í för var einnig hamsturinn Mikki (stundum kallaður Michael Jackson). Þrátt fyrir ýmsar tafir vorum við ekki nema tæpa níu tíma í Hallormsstað.
Í gær fórum við bóndinn svo í fermingarveislu á Borgarfirði. Ég kom í Bakkagerðiskirju og sá altaristöfluna frægu, eftir Kjarval, þar sem Jesú stendur á Álfaborginni með Dyrfjöllin í baksýn og blessar Borgfirðinga. Skilst mér að þekkja megi í mannfjöldanum nokkra innfædda, sem voru samtíðamenn Kjarvals á Borgarfirði.
Stúlkan sem var að fermast heitir Hrefna Rós og er dótturdóttir nágranna okkar. Hún var mikið hjá afa og ömmu á fyrstu árunum sínum og þá mjög tíður gestur hjá okkur. Gæti ég best trúað að hennar fyrstu ferðalög á eigin spýtur hafi verið þegar hún kom og bankaði á þvottahúsdyrnar hjá okkur og spurði: "E Brössi eima" ?
Hún kallaði nefnilega Björninn alltaf "Brössa", og var ákaflega hænd að honum.
Það sem helst hefur á mína daga drifið síðustu viku er að ég brá mér til Reykjavíkur á miðvikudaginn og kom heim aftur í fyrradag. Ég var sem sagt í Reykjavík á 17. júní í fyrsta skipti á ævinni. Veðrið þar var alveg þokkalegt, en svo sem ekkert yfirþyrmandi gott á austfirskan mælikvarða. Ég er líka með ákveðna kenningu um fólkið sem leið út af á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins. Það var heitt, þau voru dökkklædd í sólskini og logni - en gleymið því ekki að forsætisráðherrann var að halda ræðu. Mér hættir til að dotta undir ræðum hans, jafnvel við óþægilegri aðstæður en þarna voru.
Á laugardaginn kom ég heim, akandi, ásamt vinkonu minni og 10 ára syni hennar.
Sú ferð einkenndist af Esso-vegabréfa-stoppum, "hver er maðurinn" - leiknum og því að með í för var einnig hamsturinn Mikki (stundum kallaður Michael Jackson). Þrátt fyrir ýmsar tafir vorum við ekki nema tæpa níu tíma í Hallormsstað.
Í gær fórum við bóndinn svo í fermingarveislu á Borgarfirði. Ég kom í Bakkagerðiskirju og sá altaristöfluna frægu, eftir Kjarval, þar sem Jesú stendur á Álfaborginni með Dyrfjöllin í baksýn og blessar Borgfirðinga. Skilst mér að þekkja megi í mannfjöldanum nokkra innfædda, sem voru samtíðamenn Kjarvals á Borgarfirði.
Stúlkan sem var að fermast heitir Hrefna Rós og er dótturdóttir nágranna okkar. Hún var mikið hjá afa og ömmu á fyrstu árunum sínum og þá mjög tíður gestur hjá okkur. Gæti ég best trúað að hennar fyrstu ferðalög á eigin spýtur hafi verið þegar hún kom og bankaði á þvottahúsdyrnar hjá okkur og spurði: "E Brössi eima" ?
Hún kallaði nefnilega Björninn alltaf "Brössa", og var ákaflega hænd að honum.