<$BlogRSDURL$>

júní 24, 2005

Í sumarfríi 

Ég er búin að vera í fríi í tæpar tvær vikur og í dag náði ég ákveðnum áfanga. Ég gat ómögulega munað hvort það var miðvikudagur eða fimmtudagur. Þetta er ákveðið ástand sem ég upplifi aldrei nema þegar ég er í fríi.
Annað sem gleður mig ákaflega er rigningin á suðurlandi undanfarna daga. "Niðursetningarnir" í Grímsnesinu deyja þá síður úr þorsta.
Á laugardaginn verður svo Skógardagur í Hallormsstaðaskógi - Skógarhlaup, keppni í skógarhöggi, skemmtiatriði og ýmislegt fleira. Síðast en ekki síst ætla einhverjir matreiðslumenn að heilgrilla hálft naut (eða hálfgrilla heilt naut ??). Ég er viss um að hugmyndinni hafa þeir stolið af blogginu mínu og svo bloggi Nönnu, en við vorum einmitt að kasta á milli okkar svona hugmyndum í fyrrasumar. Nanna, nú væri sniðugt fyrir þig að skreppa austur, svona til að sjá með eigin augum hvernig til tekst. Mér skilst að reiknað sé með tæpum sólarhring í þetta dæmi. kveikt verði upp síðdegis á föstudag og matur framreiddur síðdegis á laugardag. Kannski ég bjóðist til að taka næturvaktina. Það er svo frábært að vaka á nóttunni á þessum árstíma.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?