<$BlogRSDURL$>

júní 10, 2005

Þvottavélar og hunangsflugur 

Í góða veðrinu í gær var mikið af stórum og feitum hunangsflugudrottningum á sveimi í leit að bústað. Ég hafði opið út í góða veðrinu og heyrði í einni frammmi í þvottahúsi. Náði mér í krukku til að veiða hana í og fór fram. Hún virtist vera alveg heilluð af þvottavélinni minni, sem reyndar var í gangi. Það var því lítið mál að hvolfa yfir hana krukku og koma henni út.

Tíu mínútum seinna heyrði ég í annarri drottningu, suðandi frammi í þvottahúsi. Hún var líka mjög hrifin af AEG-þvottavélinni minni og fékk snarlega sömu meðferð og hin fyrri. Í krukku og út í skóg.

Ég fór svo að velta því fyrir mér hvað það væri við þvottavélina mína sem höfðaði svona til hunangsflugna.

Suðið, hitinn, lyktin af þvottaefninu, þýska gæðamerkið eða liturinn ? Maður spyr sig ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?