<$BlogRSDURL$>

júlí 18, 2005

Allir að fara eða koma 

Frumburðurinn fór með beinu flugi frá Egilsstöðum til Kaupmannahafnar í morgun. Þar með er hann farinn í 2ja vikna flakk um Danmörku og Noreg.
Vinir okkar, Jón, Kristín og Gunnar, sem dvalið hafa í húsi í nágrenni við okkur undanfarinn mánuð, yfirgáfu svæðið um hádegisbil í dag. Auðu síðunum í gestabókinni hefur fækkað töluvert á þeim tíma og svo eignaðist ég líka 4 litlar myndir eftir Jón, Ferðamenn I-IV.
Eyjastúlkan fer á morgun til Eyja og við gömlu hjúin og björninn sitjum eftir, á kafi í vinnu.

Þar að auki er farið að rigna. Eftir rúmar þrjár vikur förum við gömlu hjúin svo til Þýskalands í 2 vikur. Tilhlökkunarefni nr. 1 þessa dagana.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?