<$BlogRSDURL$>

júlí 25, 2005

Eftir helgina.... 

Helgin varð alveg ágæt, veðrið bara gott á laugardaginn og frábært veður í gær. Það var reyndar þoka niður í miðjar hlíðar á Norðfirði, en það kom ekki í veg fyrir garðpartý hjá mági mínum og systur. Björninn fór með okkur og þar sem dreypt var dálítið á rauðvíni bjór, viskí og koníaki, gistum við hjá ættingjum, sem þarna eru í öðru hvoru húsi. Um morguninn var komið dýrindis veður, ég dreif mig í sund rétt fyrir tíu og svo var farið í hádegismat hjá pabba og mömmu. Björninn þurfti að komast í einhvern fótbolta á Eiðum svo við drifum okkur til Héraðs upp úr hádeginu. Á Hallormsstað var 22 stiga hiti, nánast logn og heiður himinn, þegar þangað kom.
Í kvöld erum við svo að fara í siglingu með Lagarfljótsorminum. Í þeirri veislu er verið að halda upp á nýfundna heitavatnsæð með stjórn Hitaveitunnar, starfsmönnum og bormönnuunum, sem búnir eru að vera við þessa iðju síðan í júní.

18 dagar í Þýskalandsferð !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?