júlí 19, 2005
Enn rignir
Enn rignir, en það er allt í lagi. Ég er hvort eð er að vinna inni.
Ég fór með tilvonandi tengdadóttur mína, Eyjastúlkuna Halldóru, á flugvöllinn í morgun. Hún er búin að fá nóg af hótelvinnunni í bili, enda launin í engu samræmi við gefin fyrirheit. Björninn lýsti því svo yfir í gær að hann færi sennilega í vinnubúðir á Reyðarfirði eftir næstu helgi, þannig að þá verðum við bóndi minn orðin ein eftir í kotinu.
Hjálmar mágur minn hringdi í mig í gærkvöldi og bauð til teitis á laugardag. Hljómar bara vel og vonandi kemur ekkert í veg fyrir að við komumst þangað. Langt síðan stórfjölskyldan hefur komið saman, tími til kominn.
Og loks skilaboð til frumburðarins: Þegar maður er í útlöndum og fer á netið er skylda að kvitta á bloggsíðu mömmu sinnar !
Ég fór með tilvonandi tengdadóttur mína, Eyjastúlkuna Halldóru, á flugvöllinn í morgun. Hún er búin að fá nóg af hótelvinnunni í bili, enda launin í engu samræmi við gefin fyrirheit. Björninn lýsti því svo yfir í gær að hann færi sennilega í vinnubúðir á Reyðarfirði eftir næstu helgi, þannig að þá verðum við bóndi minn orðin ein eftir í kotinu.
Hjálmar mágur minn hringdi í mig í gærkvöldi og bauð til teitis á laugardag. Hljómar bara vel og vonandi kemur ekkert í veg fyrir að við komumst þangað. Langt síðan stórfjölskyldan hefur komið saman, tími til kominn.
Og loks skilaboð til frumburðarins: Þegar maður er í útlöndum og fer á netið er skylda að kvitta á bloggsíðu mömmu sinnar !