júlí 16, 2005
Fálkar og jarðarber
Ég gleymdi að segja frá því að ég sá fálkapar á einni af mínum gönguferðum um daginn. Þau svifu yfir höfði mér og skræktu ámátlega og örugglega þýddi þetta "Hypjaðu þig af okkar svæði, mannskepna" ! Á þessum slóðum hefur stundum verið fálkahreiður og er það trúlega líka núna.
Í annarri gönguferð fundum við brekku, þakta villtum jarðarberjaplöntum í fullum blóma. Ég er ákveðin í að fara aftur þangað í haust.
Í dag höfum við verið að fúaverja þakskeggið og vindskeiðina á húsinu okkar og eins og við var að búast, er farið að draga upp ský og verður eflaust farið að rigna áður en langt um líður. Best ég fari að kveikja upp í grillinu, svo kolin nái að hitna vel. Ætla að grilla lax og kjúklingabita í kvöld. Er að gera tilraun með að marinera laxinn í eigin uppskrift. Spurning hvernig það tekst.
Í annarri gönguferð fundum við brekku, þakta villtum jarðarberjaplöntum í fullum blóma. Ég er ákveðin í að fara aftur þangað í haust.
Í dag höfum við verið að fúaverja þakskeggið og vindskeiðina á húsinu okkar og eins og við var að búast, er farið að draga upp ský og verður eflaust farið að rigna áður en langt um líður. Best ég fari að kveikja upp í grillinu, svo kolin nái að hitna vel. Ætla að grilla lax og kjúklingabita í kvöld. Er að gera tilraun með að marinera laxinn í eigin uppskrift. Spurning hvernig það tekst.