júlí 14, 2005
Göngutúr í góða veðrinu.
Var svo þreytt og pirruð þegar ég kom heim úr vinnunni í gær að ég ákvað að fara í stutta skógargöngu, til að ná úr mér pirringnum. Veðrið var gott og einhvern veginn áður en ég vissi af var ég komin lengst upp í fjall. Og fyrst ég var komin lengst upp í fjall var tilvalið að labba aðeins út með fjallinu og athuga hvort ég fyndi ekki eins og einn fallegan stein.
Endirinn varð sá að ég fann allmarga fallega steina og göngutúrinn varð bæði langur og erfiður. Held ég hafi verið nærri 3 tíma á göngu og síðasta klukkutímann með 12-15 kíló af grjóti á bakinu í lélegum bakpoka.
Lífið ER dásamlegt ! Fyrir tæpu ári hefði ég alls ekki getað gengið þessa leið, hvað þá borið allt þetta grjót heim hjálparlaust.
Endirinn varð sá að ég fann allmarga fallega steina og göngutúrinn varð bæði langur og erfiður. Held ég hafi verið nærri 3 tíma á göngu og síðasta klukkutímann með 12-15 kíló af grjóti á bakinu í lélegum bakpoka.
Lífið ER dásamlegt ! Fyrir tæpu ári hefði ég alls ekki getað gengið þessa leið, hvað þá borið allt þetta grjót heim hjálparlaust.