<$BlogRSDURL$>

júlí 20, 2005

Uppstytta 

Það er hætt að rigna og spáir ágætis veðri næstu daga. Ég verð að standa mig í að mæta snemma í vinnuna svo ég geti farið snemma heim og náð einhverju af góða veðrinu í skógargöngur og aðra útiveru.

Svo þarf ég líka endilega að fara að skreppa upp í Skriðuklaustur og skoða uppgröftinn hjá þeim þar. Ekki nóg með að það sé verið að grafa upp klausturrústirnar og finna þar ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt, heldur er verið að skrifa nýjan kafla í sögu Íslendinga, nefnilega að klaustrin voru ekki bara menningarsetur, heldur voru þau líka sjúkrahús, heilsugæsla, munaðarleysingjahæli, flóttamannabúðir og sambýli fyrir fatlaða. þetta fólk var bara ekki talið þess virði að nefna í fyrri söguskrifum.

Ætli það sé tilviljun ein að Jón Hrak er grafinn á Skriðuklaustri ?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?