<$BlogRSDURL$>

ágúst 30, 2005

Löggæsla á Íslandi 

Það hefur verið að vefjast fyrir mér að skilja áherslur lögregluyfirvalda hér á landi nú undanfarið.
Nýlega fórust hjón í umferðarslysi í Hallormsstaðaskógi, þar sem ég ek um nánast daglega. Við sem búum í skóginum, sveitarstjórn og örugglega fleiri aðilar hafa ítrekað farið fram á að hámarkshraði verði lækkaður gegnum skóginn, lögreglan láti sjá sig í skóginum á ýmsum tímum og beiti hiklaust sektum og viðurlögum ef menn aka of hratt. Á sumrin er mikil umferð ferðamanna í gegnum skóginn, auk umferðarinnar upp á Kárahnjúka. Mikið af þungum bílum, með tengivagna og alls konar flutning er á ferðinni þarna og allt of algengt að mæta þeim inni í byggðinni í skóginum, akandi langt yfir leyfilegum hraða.

Svör yfirvalda eru:
Lögreglan hefur ekki mannskap til að fylgjast með umferðinni !!

En lögreglan hefur mannskap til að vakta einhverja mótmælendaræfla og gera nákvæmlega það sem þessir mótmælendur vilja að þeir geri; ganga fram með dálitlu offorsi og látum !!

Ég er ekkert sérstaklega hlynnt mótmælunum og auðvitað verður að bregðast við þegar þeir brjóta af sér, en að hafa allt lögreglulið svæðisins í túnfætinum á Vaði, þó nokkrir ræflar séu þar í tjöldum, þykir mér of langt gengið.

En kannski á lögreglan bara að vernda stórfyrirtæki og peningamenn landsins, ekki okkur almúgann !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?