september 19, 2005
Austurglugginn
Austurglugginn er blað okkar austfirðinga - eða á að vera það. Undanfarið hafa fleiri og fleiri óánægjuraddir heyrst vegna þeirra skrifa sem í blaðinu hafa birst. Ég hef þrjóskast við að kaupa það, þrátt fyrir að hafa oft og mörgum sinnum séð rangfærslur, ósmekklegar athugasemdir og illa rökstuddar fullyrðingar á síðum þessa blaðs. Einhliða frásagnir, sem ekki eru bornar undir viðkomandi hafa oftar en einu sinni orðið tilefni símhringinga og kvartana, en sjaldnast nokkuð meira gerst í málinu.
Eitt dæmi langar mig að nefna, en þar voru prentuð ummæli sem höfð voru eftir bónda mínum og voru í sjálfu sér ekki röng en algerlega slitin úr samhengi. Hann hringdi í ritstjórnina og óskaði skýringa. Þeir sögðust hafa reynt að ná í hann án árangurs.
Sú tilraun sást á símanúmerabirti heima, en var tímasett eftir að blaðið var komið í prentun. Einnig er bóndi minn með gsm-síma, tvo frekar en einn, sem báðir eru skráðir í símaskrá, vinnusíma og svo auðvitað netfang. Engin af þessum leiðum hafði verið reynd af hálfu blaðsins.
Þetta á núna að vera liðin tíð. Búið að skipta um ritstjóra og blaðamenn og síðasta eintak birtist að mestu laust við rangfærslur og meira að segja skrifa á þokkalegri íslensku. Fyrrverandi ritstjóri sakar þá um lágkúru og skoðanaleysi á bloggi sínu 16. september sl. En ég segi fyrir mig, betra að fá vel skrifaðar fréttir, en slúður og lítt grundað hugarflug misviturra blaðamanna.
Eitt dæmi langar mig að nefna, en þar voru prentuð ummæli sem höfð voru eftir bónda mínum og voru í sjálfu sér ekki röng en algerlega slitin úr samhengi. Hann hringdi í ritstjórnina og óskaði skýringa. Þeir sögðust hafa reynt að ná í hann án árangurs.
Sú tilraun sást á símanúmerabirti heima, en var tímasett eftir að blaðið var komið í prentun. Einnig er bóndi minn með gsm-síma, tvo frekar en einn, sem báðir eru skráðir í símaskrá, vinnusíma og svo auðvitað netfang. Engin af þessum leiðum hafði verið reynd af hálfu blaðsins.
Þetta á núna að vera liðin tíð. Búið að skipta um ritstjóra og blaðamenn og síðasta eintak birtist að mestu laust við rangfærslur og meira að segja skrifa á þokkalegri íslensku. Fyrrverandi ritstjóri sakar þá um lágkúru og skoðanaleysi á bloggi sínu 16. september sl. En ég segi fyrir mig, betra að fá vel skrifaðar fréttir, en slúður og lítt grundað hugarflug misviturra blaðamanna.