september 20, 2005
Ég var "klukkuð" !!
Farfuglinn goggaði í mig í gær og því verð ég að taka þátt í leiknum: "Segðu fimm sönn atriði um sjálfa þig."
Og hér koma þau:
1. Ég hef aldrei átt gæludýr og hef ekki neina löngun til þess.
2. Þegar ég var barn dreymdi mig um að eignast reiðhjól. Sá draumur rættist ekki fyrr en ég keypti mér hjól sjálf þegar ég var komin á fertugsaldur.
3. Ég fór í fyrsta skipti út fyrir landsteinana þegar ég var 27 ára. Síðan liðu sextán ár þar til ég fór næst.
4. Hárið á mér lifir sjálfstæðu lífi. Eina leiðin til að halda stjórn á þessu strýi er að klippa það nógu stutt.
5. Ég er bókaormur, les allt sem ég kemst yfir, en hef ekki neina sérstaka þörf fyrir að tala um það sem ég les. Ein og ein bók hefur þó þau áhrif á mig.
Ég skora hér með á eftirfarandi að taka þátt í leiknum:
Unnur - litlasystir
afi
Anna Sigríður
Eygló
Hafrún
Og hér koma þau:
1. Ég hef aldrei átt gæludýr og hef ekki neina löngun til þess.
2. Þegar ég var barn dreymdi mig um að eignast reiðhjól. Sá draumur rættist ekki fyrr en ég keypti mér hjól sjálf þegar ég var komin á fertugsaldur.
3. Ég fór í fyrsta skipti út fyrir landsteinana þegar ég var 27 ára. Síðan liðu sextán ár þar til ég fór næst.
4. Hárið á mér lifir sjálfstæðu lífi. Eina leiðin til að halda stjórn á þessu strýi er að klippa það nógu stutt.
5. Ég er bókaormur, les allt sem ég kemst yfir, en hef ekki neina sérstaka þörf fyrir að tala um það sem ég les. Ein og ein bók hefur þó þau áhrif á mig.
Ég skora hér með á eftirfarandi að taka þátt í leiknum: