<$BlogRSDURL$>

september 23, 2005

Kuldi 

Það er búið að vera kalt undanfarið og kólnar enn. Veturinn virðist ætla að taka völdin snemma í ár. Þetta er hið versta mál, kartöflurnar enn í jörðinni, bara breiddur dúkur yfir garðinn til að verja þær frosti, berin orðin kröm og léleg, jafnvel ónýt og svona mæti lengi telja.
Ég er búin að stunda sundlaugina nokkuð stíft undanfarið og fer yfirleitt í hádeginu. Það eru ákaflega fáir í sundi á þeim tíma, sem hentar mér vel. Gott að geta bægslast þarna ein, gert teygjuæfingar í heita pottinum og sungið í sturtunni(ef mig langar til).
Um helgina ætlar tengdafjölskyldan mín að koma saman og halda upp á afmæli tengdamömmu. Ég held að það sé þess vegna sem veðrið er svona.
Við Mjallhvít mágkona mín ætlum í innkaupaleiðangur á eftir, því það þarf töluvert af mat í þennan hóp. Leiðin liggur svo í sumarbústaðaþyrpingu í nágrenninu þar sem nokkrir bústaðir verða lagðir undir veisluhöldin.

Það veitir svo ekkert af 2 daga fríi í næstu viku til að jafna sig eftir helgina !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?