september 27, 2005
Lötugrétublogg !
Ég vil benda ykkur á nýjan tengil sem kominn er á síðuna mína. Það er Rannveig eða Lata Gréta, telpukorn með kisu sína. Hvort kona á fimmtugsaldri getur kallað sig telpukorn er auðvitað umdeilanlegt, en í því samhengi var mér bent á að nafnið "Tóta litla" sé nú svolítið öfugmæli líka þar sem ég er aðeins hávaxnari en konur almennt.
Rannveig hefur verið ansi dugleg í kommentaskrifum, bæði hjá mér og fleirum og ætti því að hafa eitthvað til mála að leggja.
Enga leti Rannveig -- og engar svona "égþarfaðlærasvoooomikiðheima"- afsakanir !!
Rannveig hefur verið ansi dugleg í kommentaskrifum, bæði hjá mér og fleirum og ætti því að hafa eitthvað til mála að leggja.
Enga leti Rannveig -- og engar svona "égþarfaðlærasvoooomikiðheima"- afsakanir !!