september 02, 2005
Pest og vörubílar
Ég er búin að liggja heim í einhverjum aumingjaskap undanfarna daga og er satt besta að segja ekki neitt sérlega hress enn þó ég sé mætt til vinnu aftur. Það eina góða við að liggja í rúminu er að manni gefst næði til að hugsa. Eitt af því sem ég var að velta fyrir mér, þar sem ég lá í mínu bæli, var það, hvort allir þessir stóru vörubílar, sem eru á ferð um þjóðvegi, borgir og bæi landsins, eru undir einhverju sérstöku eftirliti. Það eru búin að verða þó nokkur slys þar sem þessir stóru bílar koma við sögu. Tvöfalt banaslys í Hallormsstaðaskógi orsakaðist líklega af bilun í tengivagni vörubílsins. Slys, þar sem vagnstjóri strætisvagns stórslasaðist, orsakaðist af gáleysislegum akstri vörubílstjórans, þar voru hvorki réttindi ökumanns, né skráningar og tryggingar bílsins í lagi.
Er ekki þörf á sérstöku eftirliti með þessum farartækjum ? Þau eru svo mikið hættulegri en önnur, bara vegna þess hve þau eru þung og stór. Veit einhver hvaða reglur gilda um þessi farartæki og þá tengivagna sem gjarnan eru aftan í þeim ?
Ég bara spyr, ekki síst þar sem ég mæti daglega nokkrum á leið minni til og frá vinnu.
Er ekki þörf á sérstöku eftirliti með þessum farartækjum ? Þau eru svo mikið hættulegri en önnur, bara vegna þess hve þau eru þung og stór. Veit einhver hvaða reglur gilda um þessi farartæki og þá tengivagna sem gjarnan eru aftan í þeim ?
Ég bara spyr, ekki síst þar sem ég mæti daglega nokkrum á leið minni til og frá vinnu.