<$BlogRSDURL$>

september 17, 2005

Ár liðið .. 

Fyrir réttu ári var ég að vakna af svæfingu á Landsspítalanum í Fossvogi. Fyrsta hugsunin var:"Ég finn ekkert til í fætinum, ég hlýt að vera svona dofin ennþá." En raunin var reyndar sú að brjósklosaðgerðin hafði heppnast prýðisvel, losnað um taugaklemmuna í bakinu, sem orsakað hafði máttleysi og kvalir í fætinum í marga mánuði. Ég finn auðvitað fyrir þessu af og til, verð að passa mig á ýmsu s.s. að sitja ekki of lengi í einu, hreyfa mig reglulega og ýmislegt fleira í þeim dúr. En það eru hreinir smámunir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?