<$BlogRSDURL$>

september 08, 2005

Síðan hvenær ?? 

Síðan hvenær er fjárveitingavaldið komið til ríkisstjórnarinnar ? Síðast þegar ég vissi var starfandi Alþingi á Íslandi og á Alþingi starfar fjárveitinganefnd sem úthlutar fjármunum ríkissjóðs til verkefna sem áður hafa verið samþykkt lög um á Alþingi. Svo er síminn seldur og ríkisstjórnin hagar sér eins og hún ein eigi þessa peninga, spreðar þeim hingað og þangað í von um betra gengi í kosningum komandi ára. Vissulega er þörf á sjúkrahúsi, brú yfir Hornafjarðarfljót, Sundabraut og öllu þessu, en er ekki líka þörf á fjármagni til að starfrækja sjúkrastofnanir og menntastofnanir svo eitthvað sé nefnt. Hefði ekki verið nær að kemba fjárhag ríkisins, sjá hvar fresta hefur þurft ráðningum í stöður lækna á landsbyggðinni, sjá hvar hefur þurft aukafjárveitingar til að halda uppi lögboðinni þjónustu eins og löggæslu, efna gefin loforð fyrri ára, í stað þess að ausa út nýjum loforðum, sem þeir eiga kannski ekkert með að lofa.
Og Davíð farinn í Seðlabankann - þó fyrr hefði verið !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?