október 11, 2005
Alhvít jörð ....
Það er kominn vetur, sýnist mér. Jörð er alhvít hér á Egilsstöðum og hálka á leið í vinnuna í morgun. Það snjóar enn og lítur ekki út fyrir að hlýni alveg á næstunni. En eins og ágætar konur ljóstruðu upp í kommentunum hér fyrir neðan, þá á ég afmæli í dag. Ætla að fara að dæmi ágætrar stúlku og safna hamingjuóskum. Talan er komin upp í 7 einmitt núna og klukkan ekki orðin tíu !