október 02, 2005
Ammmæli
Í dag fórum við bóndinn á Norðfjörð, rétt svona til að sjá framan í foreldra mína. Orðið dálítið langt síðan síðast. Þau voru þá rétt að fara af stað í afmæli systurdóttur minnar og nöfnu, sem reyndar varð 9 ára á fimmtudaginn var. Auðvitað gerðumst við boðflennur og var ótrúlega vel tekið miðað við það. Hitti ég þar tvo bræður mína og báðar systur, tengdafólk og ættmenni önnur. Ótrúlegt hvað þessi fjölskylda mín finnur sér mörg tækifæri til að hittast og borða !
Björninn og Eyjastúlkan eru enn í Skotlandi. Frumburðurinn kom heim í gærkvöldi, gisti heima, fór til vinnu snemma í morgun og kom aftur við áðan á leið í körfubolta.
Horfði á þátt nr. 2 af Kalla café og hló helmingi oftar en síðast, nefnilega tvisvar. Ef svona heldur áfram verð ég í hláturkrampa á 6-7 þætti.
Formúlan er svona: Fjöldi hlátra = 2 í veldinu x-1 þar sem x er númer þáttar.1. þáttur = 1 hlátur 2. þáttur = 2 hlátrar 3. þáttur = 4 hlátrar 4. þáttur = 8 hlátrar 5. þáttur = 16 hlátrar 6. þáttur = 32 hlátrar 7. þáttur = 64 hlátrar Úff, hvað verður gaman þá !!
Björninn og Eyjastúlkan eru enn í Skotlandi. Frumburðurinn kom heim í gærkvöldi, gisti heima, fór til vinnu snemma í morgun og kom aftur við áðan á leið í körfubolta.
Horfði á þátt nr. 2 af Kalla café og hló helmingi oftar en síðast, nefnilega tvisvar. Ef svona heldur áfram verð ég í hláturkrampa á 6-7 þætti.
Formúlan er svona: Fjöldi hlátra = 2 í veldinu x-1 þar sem x er númer þáttar.