október 10, 2005
Heima er best ..
Alltaf er nú jafngott að koma heim aftur. Þó það sé kalt, snjór yfir og lítið orðið eftir af laufblöðum á trjánum.
Helgin var fín, góð skemmtun í Leikhúskjallaranum, gott partý hjá Þýskalandshópnum í Mosó og Rudesheim-kaffi hjá Óla og Ragnhildi á heimleiðinni.
Vinir okkar í Hamrahlíðinni stjönuðu við okkur eins og venjulega - alltaf gott að koma þangað. Það spillti þó svefnfriðnum að stór jarðvinnutæki byrjuðu um átta-leytið á laugardagsmorgun að grafa í umdeildan íþróttahúsgrunn við MH og að í MH stóð yfir Íslandsmót í skák. Ég bætti mér upp svefnleysi þegar ég kom heim í gær, sofnaði fyrir kvöldmat og svaf nánast fram til morguns.
Núna er ég farin í sund...
Helgin var fín, góð skemmtun í Leikhúskjallaranum, gott partý hjá Þýskalandshópnum í Mosó og Rudesheim-kaffi hjá Óla og Ragnhildi á heimleiðinni.
Vinir okkar í Hamrahlíðinni stjönuðu við okkur eins og venjulega - alltaf gott að koma þangað. Það spillti þó svefnfriðnum að stór jarðvinnutæki byrjuðu um átta-leytið á laugardagsmorgun að grafa í umdeildan íþróttahúsgrunn við MH og að í MH stóð yfir Íslandsmót í skák. Ég bætti mér upp svefnleysi þegar ég kom heim í gær, sofnaði fyrir kvöldmat og svaf nánast fram til morguns.
Núna er ég farin í sund...