október 03, 2005
Kalli eða ekki Kalli - þarna er efinn
Í morgun þegar ég var að fara af stað í vinnuna, sá ég hvar kanína skaust frá blómapotti við bílastæðið mitt. Ég hélt auðvitað að þetta væri hann Kalli, sem býr hérna við hliðina og er búinn í allt sumar að hafa augastað á stjúpunum mínum í áðurnefndum potti. Ég var að flýta mér, en ákvað að hringja í nágranna mína og láta þau vita að Kalli hefði sloppið út úr rammgerðri girðingu sinni. Þóttist þar með hafa leyst málið, því Árni Kristján tók vel í að horfa eftir Kalla.
Áðan kom svo móðir Árna, hún Sissa, og sagði mér að Kalli hefði ekkert sloppið út. Annað hvort hefði ég séð einhverja allt aðra kanínu eða þá að ég hefði verið búin að drekka mig fulla fyrir morgunmat og séð ofsjónir - það var nú kallaður Tremmi í gamla daga ef menn drukku þar til þeir sáu ofsjónir - og þau velt því fyrir sér hvort það væri ekki í þágu almannaheilla að hefta för mína um þjóðveginn. Mér skilst að þau hafi skemmt sér yfir þessu fram eftir degi.
En ég sá VÍST kanínu - það er skárra að halda því fram, annars hef ég misst af svakalegu fylleríi.
Áðan kom svo móðir Árna, hún Sissa, og sagði mér að Kalli hefði ekkert sloppið út. Annað hvort hefði ég séð einhverja allt aðra kanínu eða þá að ég hefði verið búin að drekka mig fulla fyrir morgunmat og séð ofsjónir - það var nú kallaður Tremmi í gamla daga ef menn drukku þar til þeir sáu ofsjónir - og þau velt því fyrir sér hvort það væri ekki í þágu almannaheilla að hefta för mína um þjóðveginn. Mér skilst að þau hafi skemmt sér yfir þessu fram eftir degi.
En ég sá VÍST kanínu - það er skárra að halda því fram, annars hef ég misst af svakalegu fylleríi.