október 05, 2005
Kalli var það, heillin !
Í kvöld var barið að dyrum hjá mér og þar var kominn nágranni minn að leita að Kalla kanínu. Það er sem sé komið í ljós að ólíklegasta skýringin reyndist sú rétta, alveg eins og gerist í góðum krimma.
Kalli kanína virðist nefnilega vera farinn að koma og fara úr sinni "rammgerðu" girðingu eins og honum sjálfum þóknast !
Það var Kalli sem ég sá í gærmorgun að hnusa af stjúpunum mínum, þessum fáu sem enn lifa. Ég var ekki drukkin og engin önnur kanína komin á svæðið ! Og allar vangaveltur um kanínusteik eru hér með úr sögunni, því Kalli er orðinn öldungur á kanínumælikvarða, örugglega ólseigur og svo borðar maður ekki gæludýr nágranna sinna. Það er skepnuskapur !
Kalli kanína virðist nefnilega vera farinn að koma og fara úr sinni "rammgerðu" girðingu eins og honum sjálfum þóknast !
Það var Kalli sem ég sá í gærmorgun að hnusa af stjúpunum mínum, þessum fáu sem enn lifa. Ég var ekki drukkin og engin önnur kanína komin á svæðið ! Og allar vangaveltur um kanínusteik eru hér með úr sögunni, því Kalli er orðinn öldungur á kanínumælikvarða, örugglega ólseigur og svo borðar maður ekki gæludýr nágranna sinna. Það er skepnuskapur !