október 13, 2005
Körfubolti í kvöld !
Ég er ekki að fara að spila körfubolta. Það hef ég aldrei getað af neinu viti, þrátt fyrir að vera með hávaxnari konum. Ég ætla hins vegar að fara og horfa á Hött spila sinn fyrsta heimaleik í Úrvalsdeild í körfubolta. Hvet ég alla sem vettlingi geta valdið til að gera slíkt hið sama. Það er ekki lítils virði fyrir þetta litla samfélag okkar að eiga lið í efstu deild og það er gífurleg hvatning fyrir þá sem keppa að hafa stuðning á pöllunum.
Mætum öll ! Áfram Höttur !!
Mætum öll ! Áfram Höttur !!