<$BlogRSDURL$>

október 07, 2005

Á leið í borgina 

Ég er að fara til Reykjavíkur á eftir. Erindið er að hitta mann og annan og hafa gaman af. Í kvöld verður farið í Leikhúskjallarann að horfa á nokkra einþáttunga, þ.á.m. einn eftir Jón Guðmundsson. Á morgun ætlum við svo að hitta samferðafólk okkar úr Þýskalandsferðinni í sumar. Það verður örugglega skemmtilegt.
Bóndinn er farinn suður og situr núna væntanlega á fundi með félagsmálaráðherra um málefni sveitarfélagsins okkar. Kannski finnum við okkur eitthvað fleira skemmtilegt að gera, en annars bíður það bara næstu ferðar, nú eða þarnæstu....

Við missum hins vegar af innflutnigsteiti hjá ömmunni nýbökuðu, afmæli og örugglega einhverju fleiru. Verst að það skuli ekki vera hægt að vera á fleiri en einum stað í einu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?