október 19, 2005
Shit !
Undanfarna daga hefur legið yfir Egilsstöðum fnykur af húsdýraáburði - öðru nafni skítalykt - svo megn að hún hefur komið af stað ýmsum umræðum og atvikum.
Bændur á Egilsstaðabýlinu hafa verið óstöðvandi með skítadreifarann, veðrið verið stillt, rakt og fremur hlýtt og BINGÓ ! Andrúmsloftið minnir á haughús.
Á heimili einu, þar sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn er nýhættur með bleyju, upphófst mikil leit að uppruna lyktarinnar. Uppruninn fannst þegar einhver opnaði útidyrnar og inn flæddi mykjulyktin í öllu sínu veldi.
Ég fór með fólk út á flugvöll einn daginn og þar voru brandararnir á fullu:
"Varst þú að reka við?"
"Þetta er sannkallað skítapleis !"
"Shit, hvað þeir eru fúlir hérna!"
Ekki kannski það vinsælasta að koma út úr flugvél og fá ærinn skammt af kúaskítslykt, nánast í æð !
Ég var nú eitthvað að reyna að bera mig mannalega í gær, þegar fnykurinn flæddi inn um gluggana og sagði vinnufélaögunum að þetta vendist og bræðslufýlan á fjörðunum væri miklu verri (sem er reyndar alveg satt), en það var samt alveg ágætt að komast heim í skóginn og finna ekki þennan hvimleiða daun.
Bændur á Egilsstaðabýlinu hafa verið óstöðvandi með skítadreifarann, veðrið verið stillt, rakt og fremur hlýtt og BINGÓ ! Andrúmsloftið minnir á haughús.
Á heimili einu, þar sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn er nýhættur með bleyju, upphófst mikil leit að uppruna lyktarinnar. Uppruninn fannst þegar einhver opnaði útidyrnar og inn flæddi mykjulyktin í öllu sínu veldi.
Ég fór með fólk út á flugvöll einn daginn og þar voru brandararnir á fullu:
"Varst þú að reka við?"
"Þetta er sannkallað skítapleis !"
"Shit, hvað þeir eru fúlir hérna!"
Ekki kannski það vinsælasta að koma út úr flugvél og fá ærinn skammt af kúaskítslykt, nánast í æð !
Ég var nú eitthvað að reyna að bera mig mannalega í gær, þegar fnykurinn flæddi inn um gluggana og sagði vinnufélaögunum að þetta vendist og bræðslufýlan á fjörðunum væri miklu verri (sem er reyndar alveg satt), en það var samt alveg ágætt að komast heim í skóginn og finna ekki þennan hvimleiða daun.