<$BlogRSDURL$>

október 25, 2005

Sund er heilsubót 

Síðan í byrjun september hef ég farið í sund í hádeginu flesta virka daga.
Fyrstu tvær vikurnar þurfti ég virkilegan sjálfsaga til að koma mér af stað, en núna verð ég frekar pirruð ef ég sé fram að komast ekki í sund í hádeginu. Bóndinn er meira að segja farinn að koma með mér, fyrst var hann frekar tregur til en nú er þetta allt að koma. Hann er farinn að finna það sjálfur hvað þetta er gott.

Auk þess er ég, sem venjulega er næpuhvít á hörund, næstum að segja sólbrún á þeim pörtum líkamans sem sundbolurinn hylur ekki. Það er ekki verra.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?