<$BlogRSDURL$>

október 26, 2005

Ættfræðin á reiki ! 

Í annað skipti á stuttum tíma hef ég verið spurð um "meintan" skyldleika minn við annað fólk. Um daginn var verið að spyrja mig hvort ég væri systir Petru, landsliðsþjálfara í blaki. Við erum allsendis óskyldar.
Í dag, í heita pottinum, spurði fullorðin kona mig hvort mamma mín vær enn að vinna. Ég varð hálf hissa, því þó móðir mín sé dugnaðarkona, hefur hún aldrei unnið utan heimilis.

"Þú ert dóttir hennar Stellu, er það ekki ?" var næsta spurning.
"Nei, ég er ekki dóttir Stellu, en Stella er frænka mín, við erum systkinadætur."


Mér lék auðvitað forvitni á að vita hvernig þessi misskilningur væri til kominn, en fékk lítil sem engin svör.

Ég segi því bara enn og aftur: "Móðir mín heitir Bergljót Sigurlaug Einarsdóttir!! Og hana nú.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?